24. fundur
velferðarnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 13:05


Mættir:

Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:05
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:05
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:05

Helga Vala Helgadóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi milli kl. 13:40 og 14:40. Vék hann aftur af fundi kl. 15:10.
Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi milli kl. 13:40 og 14:20.
Lilja Rafney Magnúsdóttir vék af fundi milli kl. 13:40 og 15:40.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerð 23. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags.

2) 319. mál - Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Kl. 13:05
13:00 Á fund nefndarinnar mættu Björk Sigurgísladóttir og Andrés Þorleifsson frá Fjármálaeftirlitinu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

13:20 Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 320. mál - almennar íbúðir Kl. 13:50
13:50 Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Tryggvi Þórhallson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Björn Traustason frá Bjarg - íbúðarfélagi. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

14:25 Á fund nefndarinnar mættu Árni Múli Jónasson og Friðrik Sigurðsson frá Landssamtökunum þroskahjálp og Hrannar Már Gunnarsson frá BSRB. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

14:45 Á fund nefndarinnar mætti Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 393. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 15:15
15:15 Á fund nefndarinnar mættu Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands og Dagný Aradóttir Pind frá BSRB. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

15:40 Á fund nefndarinnar mættu Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum og Guðríður Bolladóttir frá embætti umboðsmanns barna. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 437. mál - almannatryggingar Kl. 15:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 13. janúar. Þá var ákveðið að Ásmundur Friðriksson verði framsögumaður málsins.

6) 439. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 16:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 13. janúar. Þá var ákveðið að Ólafur Þór Gunnarsson verði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 16:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:05